Tónlist og hljóðbækur fyrir börn

Mynd af krúttlegum múmín stól í barnadeild.

Tónlist og hljóðbækur fyrir börn er að finna í barnadeild safnsins á 1. hæð og er þar mest áhersla lögð á íslenskt efni. Um útlán á tónlistardiskum og hljóðdiskum gilda sömu reglur og um bækur:

  • Til að fá lánaða diska á safninu er nauðsynlegt að framvísa bókasafnsskírteini
  • Lánstími á diskum með tónlist er 30 dagar

Öllum er heimilt að eignast bókasafnsskírteini. Þangað til börn hafa náð sextán ára aldri þarf annað foreldri, eða forráðamaður, að ábyrgjast skírteini barns síns. Í þeim tilvikum þarf að fylla út ákveðið umsóknareyðublað sem finna má í afgreiðslu safnsins. Þegar einstaklingar eldri en sextán ára fá skírteini er ekki nauðsynlegt að fylla út eyðublað.

Eydís Stefanía Kristjánsdóttir er barnabókavörður Amtsbókasafnsins.

Síðast uppfært 14. september 2022