Á kynningarfundi sem haldinn var í Listasafninu á Akureyri í gær var dagskrá ársins 2023, ný árbók og komandi starfsár kynnt. Listasafnið fagnar í ár 30 ára afmæli sínu með alls 23 sýningum. Árbók safnsins er nú öllum aðgengileg og gjaldfrjáls í anddyri safnsins auk valdra staða á Akureyri og víðar. Einnig má nálgast hana rafrænt á heimasíðu Listasafnsins, listak.is.
02.02.2023Almennt, Fréttir frá Akureyri, App tilkynningar
Um 220 manns sóttu kynningu á verkefninu „Virk efri ár“ sem haldin var í Hofi um síðustu helgi og ennþá er auðsótt að skrá sig til leiks. Verkefninu er ætlað að styðja við heilsueflingu eldri íbúa sveitarfélagsins en rannsóknir hafa sýnt að regluleg hreyfing skiptir afar miklu máli þegar kemur að því að bæta eigin heilsu og auka lífsgæði.
Álagningu fasteignagjalda er lokið hjá Akureyrarbæ og eru álagningarseðlar aðgengilegir fasteignaeigendum í þjónustugátt sveitarfélagsins og á island.is.
Útboð á reglubundnu eftirliti með brunaviðvörunarkerfum
Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í reglubundið eftirlit á brunaviðvörunarkerfum, neyðar- og flóttaleiðalýsinga í stofnunum Akureyrarbæjar fyrir árin 2023 - 2024.
31.01.2023UMSA - Auglýsingar, UMSA - Næstu útboð, UMSA - Útboðsgögn, Útboð, Auglýsingar á forsíðu
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Melgerðisás og Skarðshlíð.
25.01.2023Auglýstar tillögur, Skipulagssvið, Auglýsingar á forsíðu