Fréttir frá Akureyrarbæ

Svipmyndir frá fyrri vinabæjarmótum.

Ertu á aldrinum 16-20 ára og langar að eignast vini á Norðurlöndunum?

Norrænt vinabæjamót ungmenna verður haldið í Randers í Danmörku dagana 1. - 5. júlí 2024.
Lesa fréttina Ertu á aldrinum 16-20 ára og langar að eignast vini á Norðurlöndunum?
Kirkjutröppurnar og gangstétt í Listagilinu

Kirkjutröppurnar og gangstétt í Listagilinu

Framkvæmdir við kirkjutröppurnar eru hafnar að nýju eftir talsvert hlé.
Lesa fréttina Kirkjutröppurnar og gangstétt í Listagilinu
Frá opinni smiðju í langspilsleik í Minjasafninu á Akureyri

Álfar og langspil á Barnamenningarhátíð

Ýmis konar smiðjur og vinnustofur hafa einkennt fyrstu þrjár vikur Barnamenningarhátíðar sem stendur fram að mánaðamótum á Akureyri. Eyjólfur Eyjólfsson heimsótti skóla bæjarins með langspil í farteskinu og lauk sinni ferð með opinni smiðju í Minjasafninu. Þar var einnig haldin orgelsmiðja sem og myndasögusmiðja í Nonnahúsi með Agli Loga Jónassyni. Gilfélagið opnaði myndlistarverkstæði í Deiglunni sem er orðinn árviss viðburður Barnamenningarhátíðar. Á Listasafninu var haldin listasmiðja sem fjallaði um álfa og huldufólk og náttúruna í kringum okkur. Auk þess voru opnaðar tvær nýjar sýningar með verkum barna í Sundlaug Akureyrar og Hofi. Núna á fimmtudag, sumardaginn fyrsta, verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í Listasafninu, Deiglunni, Minjasafninu og Hofi. Hápunkti hátíðarinnar verður svo náð með fjölskyldutónleikum Sumartóna þar sem Emmsjé Gauti stígur á stokk.
Lesa fréttina Álfar og langspil á Barnamenningarhátíð
Mynd: Bjarki Brynjólfsson.

Sífellt fleiri undirrita rafrænt

Um þessar mundir eru fjögur ár síðan rafrænar undirritanir voru teknar í notkun hjá Akureyrarbæ og hefur þeim fjölgað mikið. Í fyrra voru ríflega 8.100 skjöl, fundargerðir og teikningar undirritaðar rafrænt í gegnum málakerfi bæjarins sem samsvarar í kringum 30 skjölum á hverjum virkum degi ársins.
Lesa fréttina Sífellt fleiri undirrita rafrænt

Auglýsingar

Strætisvagn til sölu hjá Strætisvögnum Akureyrarbæjar

Strætisvagn til sölu hjá Strætisvögnum Akureyrarbæjar

Akureyrarbær óskar eftir tilboði í Mercedes Benz Citaro
Lesa fréttina Strætisvagn til sölu hjá Strætisvögnum Akureyrarbæjar
Tölvugerð af fyrirhuguðum sílóum við Krossaneshöfn

Hafnarsvæði í Krossanesi, Akureyri - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir hafnarsvæði í Krossanesi, Akureyri.
Lesa fréttina Hafnarsvæði í Krossanesi, Akureyri - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Mynd eftir Ben Wicks á Unsplash

Útboð á skólaakstri fyrir grunnskóla Akureyrarbæjar

Óskað er eftir tilboðum í akstur nemenda á milli skóla og íþróttamannvirkja, auk aksturs til og frá Hlíðarskóla.
Lesa fréttina Útboð á skólaakstri fyrir grunnskóla Akureyrarbæjar
Útboð á stökum yfirborðsmerkingum gatna á Akureyri

Útboð á stökum yfirborðsmerkingum gatna á Akureyri

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í framkvæmd hluta af yfirborðsmerkingum gatna á Akureyri 2024-2026.
Lesa fréttina Útboð á stökum yfirborðsmerkingum gatna á Akureyri

Flýtileiðir