Fréttir frá Akureyrarbæ

Vetrarkort í Hlíðarfjall á betra verði

Vetrarkort í Hlíðarfjall á betra verði

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli býður nú 23% afslátt af vetrarkortum fyrir fullorðna í Hlíðarfjall ef þau eru keypt á netinu fyrir 1. desember nk. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, segir að þetta sé meðal annars gert til að hita upp fyrir veturinn og koma fólki í gírinn en einnig til að flýta fyrir afgreiðslu vetrarkortanna þegar snjórinn loks fellur.
Lesa fréttina Vetrarkort í Hlíðarfjall á betra verði
Menningarhúsið Hof. Mynd: Auðunn Níelsson.

Finnsk vika í Hofi

Menningarfélag Akureyrar býður til finnskrar viku í Hofi dagana 16.–22. október. Tilefnið er aldarafmæli finnska lýðveldisins og því verður finnsk menning í hávegum höfð.
Lesa fréttina Finnsk vika í Hofi
Ingibjörg Ólöf Isaksen, Silja Dögg Baldursdóttir og Ellert Örn Erlingsson íþróttafulltrúi Akureyrarb…

Nýtt íþróttahús vígt

Íþróttahús Naustaskóla var vígt og formlega tekið í notkun í dag, þriðjudaginn 10. október. Húsið er í alla staði hið glæsilegasta og búið fullkomnum tækjabúnaði. Það var í ársbyrjun 2006 að undirbúningur hófst fyrir byggingu Naustaskóla og var fyrsti áfangi hans tekinn í notkun fyrir átta árum. Íþróttahúsið var tekið í notkun í tveimur áföngum; nemendur Naustaskóla hófu að nota það fyrir ári síðan og núna í haust var húsið opnað fyrir almenna notkun íþróttafélaga bæjarins.
Lesa fréttina Nýtt íþróttahús vígt

Flýtileiðir

 • Úrgangsmál

  Úrgangsmál

  Upplýsingar og leiðbeiningar um flokkun og skil á heimilissorpi. 

  Hjálpumst að og förum rétta leið!

  Lesa meira
 • Skólabærinn Akureyri

  Skólabærinn Akureyri

  Hér finnur þú allt um skólana í bænum og ýmsa þjónustu sem þeim tengist.

  Smelltu hér til að skoða skólabæinn. 

  Lesa meira
 • Störf í boði

  Störf í boði

  Hjá Akureyrarbæ eru oft spennandi og áhugaverð störf í boði.

  Kynntu þér framboðið.

  Lesa meira
 • Auglýstar skipulagstillögur

  Auglýstar skipulagstillögur

  Kynnið ykkur skipulag bæjarins til framtíðar.

  Lesa meira

Svifryk

Nú: Lítið 18.00 µg/m3

Í gær: Lítið 0.00 µg/m3

Lesa meira