Fréttir frá Akureyrarbæ

Mynd: María Helena Tryggvadóttir.

Gleðistund í Grímsey

Grímsey skartaði sínu fegursta í gær þegar heimamenn og fjöldi gesta komu saman í nýrri Miðgarðakirkju sem nú er fokheld. Þess var minnst að ár var frá því að Miðgarðakirkja, sem reist var 1867, brann til grunna ásamt öllum kirkjumunum og því fagnað að ný kirkja er risin. Kvenfélagið Baugur, sem í sitja allar konur í eynni, bauð síðan til veislukaffis í félagsheimilinu Múla. Auk þess buðu forsvarsmenn hinnar nýju Grímseyjarlestar til útsýnis- og skoðunarferðar um eyjuna.
Lesa fréttina Gleðistund í Grímsey
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Framkvæmdaáætlun um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða

Norðurslóðanetið, fyrir hönd utanríkisráðuneytisins, boðar til opins vinnufundar 28. september nk. kl. 8.30–16.00 þar sem kynntar verða tillögur þemahópa vegna framkvæmdaáætlunar um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða. Tilgangur fundarins er að kalla eftir athugasemdum og endurgjöf og er þetta mikilvægur liður í að efla innlent samráð og samstarf um málefni norðurslóða. Jafnframt er þetta tækifæri fyrir sérfræðinga og hagsmunaaðila til að hafa áhrif á framtíð Íslands á norðurslóðum.
Lesa fréttina Framkvæmdaáætlun um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða
Kíktir þú á drögin að íbúasamráðsstefnu?

Kíktir þú á drögin að íbúasamráðsstefnu?

Frestur til að leggja fram ábendingar eða athugasemdir við drög að stefnu Akureyrarbæjar um íbúasamráð rennur út í dag.
Lesa fréttina Kíktir þú á drögin að íbúasamráðsstefnu?
Úr sýningunni

Efstu bekkir grunnskólans sáu "Góðan daginn, faggi"

Leikhópurinn Stertabenda, í samstarfi við Þjóðleikhúsið, sýndi leikritið "Góðan daginn, faggi" í Samkomuhúsinu á mánudag og þriðjudag. Öllum nemendum í 9. og 10. bekk grunnskólanna á Akureyri var boðið að sjá sýninguna án endurgjalds.
Lesa fréttina Efstu bekkir grunnskólans sáu "Góðan daginn, faggi"

Auglýsingar

Útboð á ræstingu fyrir Listasafnið á Akureyri

Útboð á ræstingu fyrir Listasafnið á Akureyri

Akureyrarbær auglýsir eftir tilboðum í ræstingar fyrir Listasafnið á Akureyri. Áætlaður samningstími er 4 ár.
Lesa fréttina Útboð á ræstingu fyrir Listasafnið á Akureyri
Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar auglýsir til sölu húsnæði til flutnings.

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar auglýsir til sölu húsnæði til flutnings.

Um er að ræða salernis- og sturtuaðstöðu sem notuð hefur verið fyrir tjaldsvæðið í Þórunnarstræti, byggt árið 1995.
Lesa fréttina Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar auglýsir til sölu húsnæði til flutnings.
Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar auglýsir til sölu hús til flutnings.

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar auglýsir til sölu hús til flutnings.

Um er að ræða hús sem hefur verið notað sem nestishús í Hlíðarfjalli, stærð 69,3 m², byggt árið 1990.
Lesa fréttina Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar auglýsir til sölu hús til flutnings.
Rafmagnið í lífi okkar - 75 ára afmælisþing RARIK

Rafmagnið í lífi okkar - 75 ára afmælisþing RARIK

RARIK býður öllum íbúum Norðurlands sem áhuga hafa á málþing sem haldið verður í Hofi þriðjudaginn 13.september.
Lesa fréttina Rafmagnið í lífi okkar - 75 ára afmælisþing RARIK

Flýtileiðir