Heimsendingar

Heimsendingar

Aldraðir og aðrir þeir sem ekki komast á bókasafnið geta skráð sig í heimsendingarþjónustu Amtsbókasafnsins.

Soroptimistaklúbbur Akureyrar sér um að keyra út bækur annan hvern fimmtudag og sjá einnig um að skila bókum frá lánþegum í heimsendingarþjónustu.

Starfsmenn Amtsbókasafnsins sinna heimsendingum mánudaga og þriðjudaga þær vikur sem bækur eru keyrðar heim og taka til efni í samræmi við óskir og smekk hvers og eins. Einnig geta lánþegar óskað eftir því að fá símtal fyrir hverja sendingu eða hringt sjálf ef þau hafa ákveðna bókatitla í huga.

Símanúmer í heimsendingum er: 460-1252

 

Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við Sigurð og Þuru í síma 460-1252 / 460-1250
eða senda tölvupóst á heimsendingar@amtsbok.is

 

 

Síðast uppfært 30. ágúst 2023