Föstudagsþraut : barnabækur

Það er föstudagur og sólin skín með smá skýjum, alltaf besta veðrið hér. Nú er tími fyrir smá föstudagsþraut og hún tengist sýningunni flottu sem er í gangi hjá okkur núna. Sýning Barnabókaseturs.

Hér er meðal annars hægt að taka sér uppáhaldsbarnabókina sína í hönd, taka mynd af sér með hana í myndakassanum og pósta á samfélagsmiðla með myllumerkinu #bestilestur

En þrautin er létt eins og nokkrum sinnum áður. Hér fyrir neðan eru nýlegir bókatitlar og helmingur þeirra eru svokallaðar barnabækur, á meðan 50% þeirra eru fullorðinsbækur. Hvaða bækur eru hvað??

- Kva es þak?
- Lengsta nóttin
- Helkuldi
- Fríríkið
- Tryllti tannlæknirinn
- Stúlka A
- Ótemjur
- Leysingar
- Martröð í Hafnarfirði
- Þú sérð mig ekki
- Skollaleikur
- Umskiptingur

Vonandi hafið þið sem best um helgina, því við munum sjást hress á mánudag ... engin afgreiðsla á laugardögum í sumar! Góða helgi!

(p.s. Nú hafa tveir viðskiptavinir haft samband við okkur í gegnum samtals-gluggann á síðunni okkar. Þetta er þjónusta sem við erum að fara að bjóða upp á og munum auglýsa betur á næstu dögum. Fylgist með og vonandi fellur þetta í góðan jarðveg!)

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan