Útlán

Útlán

Almennar upplýsingar

Fyrsta bókasafnsskírteinið er ókeypis fyrir alla sem eiga lögheimili í Akureyrarkaupstað. Glatist skírteini þarf að greiða 2.000 kr. fyrir nýtt. Lánþegar sem eiga ekki lögheimili í Akureyrarkaupstað greiða 4.000 kr. árgjald.

Alltaf þarf að hafa skírteinið meðferðis þegar gögn safnsins eru fengin að láni. En munið líka að fá ykkur rafræna skírteinið í símann! 

Lánþegar geta séð útlánastöðu sína með því að skrá sig inn á amt.leitir.is og þar má líka endurnýja útlán, taka frá gögn, panta millisafnalán o.fl. Athugið samt að sumir hlutar nýja kerfisins eru í nokkurs konar aðlögun og tekur kannski smá tíma að gera þá fullvirka.

Það þarf ekki lengur að borga fyrir frátektir á efni. Nú fer allt frátekið efni í bókahillurnar við vesturvegg afgreiðslunnar og munið að nota kort þess sem pantar.

Mynd af lestrarsal á annarri hæð.

Í útlánadeildinni má finna tugþúsundir bóka um allt milli himins og jarðar og eru þær allar lánaðar út. Bækur eru lánaðar í 30 daga nema annað sé tekið fram. Sama gildir um spil, kökuform, plokktangir, hljóðbækur og tímarit.

Útlánareglur

Almenn útlán
Til að fá lánuð gögn á safninu er nauðsynlegt að eiga bókasafnsskírteini. Gögn safnsins eru ekki lánuð út án framvísun skírteinis.

Öllum er heimilt að fá bókasafnsskírteini. Þangað til börn hafa náð sextán ára aldri þarf annað foreldri, eða forráðamaður, að ábyrgjast skírteini barns síns. Í þeim tilvikum þarf að fylla út ákveðið umsóknareyðublað. Þegar einstaklingar eldri en sextán ára fá skírteini er ekki nauðsynlegt að fylla út eyðublað.

Fyrsta skírteini sem einstaklingur fær er ókeypis. Ef skírteini hins vegar glatast kostar 2.000 kr. að fá nýtt. Lánþegar sem ekki eiga lögheimili í Akureyrarkaupstað þurfa að borga 4.000 kr. árgjald.

Heimilt er að framlengja útlán í gegnum síma og á staðnum án þess að gagn fylgi með, nema ef annar aðili hafi pantað það gagn.

Mynddiskar/DVD lánast út án endurgjalds: 

  • Kvikmyndir - lánaðar út í 7 daga
  • Barnamyndir -  lánaðar út í 7 daga
  • Sjónvarpsþættir - lánaðir út í 7 daga
  • Fræðslumyndir - lánaðar út í 7 daga

Ef mynddiskum er ekki skilað á réttum degi reiknast sekt. Dagsekt á hvern mynddisk er 250 kr.

Mynddiskar eru eingöngu lánaðir út gegn framvísun bókasafnsskírteinis, eins og önnur gögn safnsins.

Almenningstölvur:
Hægt er að fá aðgang að tölvum gegn framvísun bókasafnsskírteinis. Safngestir sem ekki eru með skírteini geta keypt hálftíma aðgang á 350 kr. eða klukkustund á 600 kr.

Allir sem koma með sínar eigin tölvur eða snjalltæki fá aðgang að þráðlausu neti, endurgjaldslaust.

Sektir:
Gögn safnsins skulu innheimt þegar lánstími þeirra hefur runnið út.

Sekt reiknast á vanskil bóka, hljóðbóka, mynddiska, tímarita og annarra gagna samkvæmt gjaldskrá.

Ef safnefni er ekki skilað þrátt fyrir ítrekaðar innheimtutilraunir skal viðskiptavinur sem í vanskilum er útvega bókasafninu eintak sem samsvarar því eintaki sem glatað er. 

Síðast uppfært 02. janúar 2024