Kvikmyndir

 Mynd af dvd myndum

Velkomin í kvikmyndadeildina okkar! Við bjóðum upp á mikinn fjölda mynda; nýjar, gamlar og á mörgum tungumálum. Allar tillögur og athugasemdir eru vel þegnar (doddi@amtsbok.is) - takk.

Allir mynddiskar eru lánaðir út í 7 daga. 

Internet Movie Database (IMDb)
Vinsælasti, mest verðlaunaði og stærsti vefurinn um kvikmyndir! Hér geta notendur skráð sig inn, gefið kvikmyndum einkunnir, ritað dóma um kvikmyndir, tekið þátt í umræðum af öllu tagi, skoðað sýnishorn úr kvikmyndum, séð helstu fréttir dagsins, ásamt svo ótrúlega mörgu öðru. Hvert kvikmyndaelskandi mannsbarn ætti hiklaust að vera skráð á þennan vef!

iTunes Movie Trailers
Ef þú vilt sjá sýnishorn úr einhverri nýlegri eða væntanlegri kvikmynd, þá er þetta mjög góður staður - einn sá besti. Mjög stutt bið eftir að sýnishornið hefjist og gæðin góð.

Kvikmyndir.is
Íslenskur vefur um kvikmyndir, sem leggur áherslu á það sem verið er að sýna í innlendum kvikmyndahúsum, ásamt skemmtilegum fróðleik um myndirnar, leikarana og ýmislegt annað.

Movie Mistakes
Ekki hafa allir kvikmyndaáhugamenn jafn gaman af því þegar bent er á mistök í kvikmyndum. Það eyðileggur stundum fyrir þeim upplifunina. Svo eru til aðrir sem neita því að um mistök sé að ræða. Ein besta síðan (ef ekki sú besta) á netinu sem hefur tekið saman yfirlit yfir mistök í kvikmyndum er einmitt MovieMistakes.com og áhugasömum er bent á þessa síðu þar sem hægt er að skrá sig inn, taka þátt í umræðum og benda á vitleysur ... eða hreinlega að afsanna vitleysurnar :-)

Rotten Tomatoes
Virkilega skemmtilegur vefur með góðum upplýsingum um kvikmyndir og leikara, ásamt því að gefa notendum tækifæri á að dæma kvikmyndir og taka þátt í umræðum. Hér er einnig gott yfirlit yfir gagnrýni frá hinum ýmsu gagnrýnendum, sem og almennum notendum síðunnar.

Síðast uppfært 07. desember 2021