Tímarit

Mynd af tímaritahillunum á Amtsbókasafninu

Á Amtsbókasafninu er fjölbreytt úrval tímarita en keypt eru vel á fimmta tug titla í safnið. Ýmis íslensk fagtímarit er að finna í safninu auk velvaldra erlendra tímarita. Þess utan er fjöldinn allur af innlendum og erlendum dægurtímaritum keyptur inn en þau njóta mikilla vinsælda á meðal safngesta.   

Hægt er að fletta upp á amt.leitir.is til að athuga hvort tiltekið tímarit sé til á Amtsbókasafninu. Vert er að benda á landsaðgang að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum - hvar.is sem veitir öllum sem tengjast Netinu um íslenskar netveitur aðgang að heildartexta tímaritsgreina úr um 21 þúsund tímaritum og útdráttum greina um 10 þúsund tímarita. Um það bil tvöhundruð aðilar greiða fyrir aðganginn, þar á meðal Amtsbókasafnið.

Síðast uppfært 14. september 2022