Davíðshús

Davíðshús séð utan frá

Rithöfunda- og fræðimannaíbúð
(Davíðshús - Bjarkarstíg 6)


Rithöfunda- og fræðimannaíbúð er á neðri hæð húss skáldsins frá Fagraskógi að Bjarkarstíg 6, Akureyri. Íbúðin er ætluð rithöfundum og fræðimönnum til afnota í lengri eða skemmri tíma gegn vægu gjaldi (30.000 kr. vika, 55.000 kr. tvær vikur, 75.000 kr. þrjár vikur, 90.000 kr. fjórar), hámark einn mánuð (fjórar vikur) í senn.

Í íbúðinni eru: svefnherbergi, stofa, vinnuherbergi með svefnsófa, eldhús og baðherbergi. Sjónvarp, þvottavél og þurrkari eru til staðar í íbúðinni, einnig almennur húsbúnaður og lín, ásamt þráðlausri nettengingu.

Auglýst er sérstaklega eftir umsóknum í rithöfunda- og fræðimannaíbúðina á haustdögum fyrir komandi ár. Aðilum er hins vegar frjálst hvenær sem er að kanna hvort íbúðin sé laus á ákveðnum tímum.

Umsóknir skulu berast til Þórðar Sævars Jónssonar, thordurs@amtsbok.is    

Umsækjendur ættu endilega að vanda til umsóknar og veita upplýsingar um sjálfa sig og verkin sem þeir hyggjast vinna að meðan á dvöl stendur. Vandaðar umsóknir auka líkur á úthlutun. Einnig væri gott að tilgreina aukatímabil í umsókninni ef aðaltímabilið reynist ekki laust.

  • Þórður Sævar Jónsson, umsjónarmaður

 

Svefnherbegi með hjónarúmi

HjónarúmEldhús

Baðherbergi (klósett, sturta og vaskur)Þvottahús, þvottavél og þurrkari

VinnuherbergiStofa

stofa

Síðast uppfært 25. júlí 2024