Bókaverðlaun barnanna

Árlega tilnefna börn á aldrinum 6-15 ára bestu barnabækur ársins.

Tilnefningarnar fara fram á heimasíðu Borgarbókasafnsins og í grunnskólum og bókasöfnum um land allt. Veitt eru verðlaun fyrir eina frumsamda bók og aðra þýdda. Verðlaunin eru veitt ár hvert á sumardaginn fyrsta.

Amtsbókasafnið á Akureyri dregur út einn heppinn þátttakanda úr hverjum grunnskóla hér á Akureyri ásamt þátttakanda hér á Amtsbókasafninu.

Síðast uppfært 14. september 2022