Getraun mánaðarins

Í hverjum mánuði er getraun sem börn og ungmenni geta tekið þátt í. Í lok hvers mánaðar er dregið og haft samband við vinningshafa. Í ljósi þess að bókasafnið er lokað fer getraunin að þessu sinni fram með rafrænum hætti. 

Hér er hlekkur á getraunina: https://www.surveymonkey.com/r/CZXT8LP 

Í getraunum er spurt um ýmist tengt barnabókum, Amtsbókasafninu og samfélaginu okkar. Í mars og apríl standa Bókaverðlaun barnanna yfir og á sumrin er sumarlestrarátakið Skoppaðu á bókasafnið (nánar útskýrt hér í öðrum flipum).

Það er gott að kíkja í barnadeildina og hafa það kósý - skoða/lesa bækur, lita og leika. Svo er um að gera að taka þátt í getrauninni - miði er möguleiki.

Síðast uppfært 13. nóvember 2020