Klúbbar

 Starfsemi á bókasafni felst í fleiru en að veita aðgang að og lána efni. Við veitum upplýsingaþjónustu, erum með sýningaraðstöðu fyrir alla og svo hefur myndast hér allgóð klúbbastarfsemi. Spilaklúbbur fyrir unga fólkið vekur athygli, einnig borðspil fyrir fullorðna. Íslenskuklúbburinn á vonandi eftir að vekja mikla athygli! Hnotan er líka vinsæl og okkar nýjasti klúbbur er "Ritfangar". Kynnið ykkur þessa klúbba og fylgist með. Það er aldrei að vita hvenær nýr klúbbur fæðist.

Íslenskuklúbbur / Icelandic Language Club

Handavinnuklúbburinn Hnotan

Ritfangar - skapandi skrif

Borðspil fyrir fullorðna

Spilaklúbbur

Síðast uppfært 28. febrúar 2022