Safnkostur og Leitir

Um safnkostinn

Safnkostur Amtsbókasafnsins uppfyllir kröfur um gæði og fjölbreytni, bæði hvað efni og form varðar (prentað mál, myndbönd, tónlist, margmiðlunarefni o.fl.).

Hluti safnkostsins er til útláns en aðstaða er í safninu til að nýta annað efni, s.s. prentskil. Upplýsingar um safnkost eru notendum aðgengilegar á leitir.is og þar má einnig sjá safneign í bókasöfnum víða um land.

Svona er best að nota gegnis vefinn. Við mælum einnig með að skoða frekari upplýsingar og Leiðbeiningar á leitir.is.

Hér eru leiðbeiningar fyrir innskráningu á Mínar síður á Gegnir.is eða Leitir.is

Mínar síður gefa þér ýmsa valmöguleika:

  • Yfirlit yfir útlán ‐ hvað þú ert með í láni og hvenær á að skila
  • Endurnýja lán á bókum, hljóðbókum og tímaritum ‐ hægt að hafa samband þegar þörf er á framlengingu
  • Panta safnefni sem er í útláni
  • Fylgst með því hvort það eru komnar sektir
  • Yfirlit yfir síðustu 200 safngögnin sem þú hefur fengið lánuð
  • Pantað gögn í millisafnaláni frá öðrum söfnum
  • Breytt upplýsingum um heimilisfang, símanúmer og netfang
Skjáskot af vefsíðunni Leitir.

 

Síðast uppfært 15. mars 2022