Safnkostur Amtsbókasafnsins uppfyllir kröfur um gæði og fjölbreytni, bæði hvað efni og form varðar (prentað mál, mynddiska, tónlist, margmiðlunarefni o.fl.).
Hluti safnkostsins er til útláns en aðstaða er í safninu til að nýta annað efni, s.s. prentskil. Upplýsingar um safnkost eru notendum aðgengilegar á amt.leitir.is og svo má sjá safneign í bókasöfnum víða um land á leitir.is
Nýja bókasafnskerfið Alma tók við í byrjun júní 2022. Bókasöfn á landinu eru öll að reyna sitt besta að gera það sem aðgengilegast fyrir notendur, en vænta má þess að einhverjir hnökrar fyrirfinnist svona fyrst um sinn. Við biðjum því um áframhaldandi þolinmæði meðan á þessu stendur. Við mælum með því að skoða myndbönd frá Landskerfi með ýmsum leiðbeiningum . Eins og er, þá eru þarna myndbönd sem sýna hvernig eigi að skipta um lykilorð en frekari myndbönd eru áætluð fljótlega.
Mínar síður gefa þér ýmsa valmöguleika: