Safnkostur Amtsbókasafnsins uppfyllir kröfur um gæði og fjölbreytni, bæði hvað efni og form varðar (prentað mál, mynddiska, tónlist, margmiðlunarefni o.fl.).
Hluti safnkostsins er til útláns en aðstaða er í safninu til að nýta annað efni, s.s. prentskil. Upplýsingar um safnkost eru notendum aðgengilegar á amt.leitir.is og svo má sjá safneign í bókasöfnum víða um land á leitir.is
Nýja bókasafnskerfið Alma tók við í byrjun júní 2022. Við mælum með því að skoða myndbönd frá Landskerfi með ýmsum leiðbeiningum . Eins og er, þá eru þarna myndbönd sem sýna hvernig eigi að skipta um lykilorð en frekari myndbönd eru áætluð.
Mínar síður gefa þér ýmsa valmöguleika: