Sumarlestur

Sumar lestur 2022 : Læsi í víðum skilningi

 

Námskeiðið er fyrir krakka fædda 2012 og 2013. Undirstaða námskeiðsins er lestur í víðum skilningi. Við byrjum alla daga á yndislestri. Síðan munum við bralla ýmislegt eins og að heimsækja Listasafnið og Minjasafnið, föndra, skrifa, spila, teikna, leika og fleira.

Námskeiðstímabilin eru þrjú, fjórir dagar hvert námskeið:
• 7 - 10. júní
• 13 - 16. júní
• 20 - 23. júní
Fjöldatakmarkanir eru á hvert námskeið.

Gott að vita:
Námskeiðin eru frá klukkan 9-12.
Mæting á Amtsbókasafnið alla dagana.
Námskeiðsgjald er 3000 kr.
Krakkarnir þurfa að koma með smá nesti alla daga og koma klædd eftir veðri.

Upplýsingar sem þurfa að koma fram í skráningu:
• Nafn barns og forráðamanna.
• Eftir hvaða tímabili er óskað.
• Skóli og aldur.
• Netföng og símanúmer forráðamanna. (heimasími, gsm og vinnusímar).
• Aðrar upplýsingar um barnið sem þurfa að koma fram (til dæmis ofnæmi, greiningar eða annað).

Skráning hefst 16. maí og sendist á netfangið eydisk@amtsbok.is


- - - - -

Amtsbókasafnið stendur fyrir lestrarnámskeiði í júní. Námskeiðið nefnist Sumarlestur-Akureyri, bærinn minn.

  • Námskeiðið er í boði fyrir börn sem eru að ljúka 3. og 4. bekk.
  • Námskeiðið er vikulangt og hefur verið boðið uppá þrjú námskeið.
  • Markmið námskeiðisins er að börnin lesi sér til ánægju, efli lestrarfærni og kynnist bænum sínum. 

Til viðbótar er lestrarátak yfir sumartímann sem nefnist Skoppaðu á bókasafnið

  • Lestrarátakið er fyrir öll börn sem eru orðin læs.
  • Krakkar skoppa á bókasafnið, velja sér bók og taka þátttökumiða.
  • Lesa bókina og fylla svo út þátttökumiðann.
  • Skoppa aftur á bókasafnið og skila miðanum í þar til gerðan kassa.
  • Velja aðra bók, taka annan þátttökumiða o.s.frv.
  • Í september er uppskeruhátíð þar sem happdrættisvinningar eru afhentir og fleira skemmtilegt í boði.

Mynd af börnum fyrir utan safnið

Síðast uppfært 09. maí 2022