Sumarlestur

Amtsbókasafnið stendur fyrir lestrarnámskeiði í júní. Námskeiðið nefnist Sumarlestur-Akureyri, bærinn minn.

  • Námskeiðið er í boði fyrir börn sem eru að ljúka 3. og 4. bekk.
  • Námskeiðið er vikulangt og hefur verið boðið uppá þrjú námskeið.
  • Markmið námskeiðisins er að börnin lesi sér til ánægju, efli lestrarfærni og kynnist bænum sínum. 

Til viðbótar er lestrarátak yfir sumartímann sem nefnist Skoppaðu á bókasafnið

  • Lestrarátakið er fyrir öll börn sem eru orðin læs.
  • Krakkar skoppa á bókasafnið, velja sér bók og taka þátttökumiða.
  • Lesa bókina og fylla svo út þátttökumiðann.
  • Skoppa aftur á bókasafnið og skila miðanum í þar til gerðan kassa.
  • Velja aðra bók, taka annan þátttökumiða o.s.frv.
  • Í september er uppskeruhátíð þar sem happdrættisvinningar eru afhentir og fleira skemmtilegt í boði.

Mynd af börnum fyrir utan safnið

Síðast uppfært 14. september 2022