Rafræna hillan

Mynd af Amtsbókasafninu og skilti sem á stendur Krákustígur

Bækur.is
Á Bækur.is er hægt að skoða stafrænar endurgerðir gamalla íslenskra bóka. Vefurinn er rekinn af Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.

Handrit.is
Samskrá yfir íslensk og norræn handrit sem eru varðveitt í handritadeild Landsbókasafns Íslands, Háskólabókasafns, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Árnasafni í Kaupmannahöfn (Arnamagnæanske samling).

Hvar.is
Landsaðgangur að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum. Á Hvar.is er ógrynni upplýsinga og til hægðarauka er efnið flokkað niður.

Ísmús
Íslenskur músík- og menningarvefur. Gagnagrunnur sem geymir og birtir á vefnum gögn er varða íslenska menningu fyrr og nú: hljóðrit, ljósmyndir, kvikmyndir, handrit og texta. Verkefnið er í umsjá Tónlistarsafns Íslands og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Lifandi vísindi
Lifandi vísindi er mjög vinsælt fræðslutímarit. Vefsíðan er einföld að gerð, byggð upp á greinum, spjallrás og þáttunum ný tækni, ný þekking og spurningar og svör. Frábært yfirlit er einnig að finna á síðunni yfir fræðilega hlekki.

Læknablaðið (The Icelandic Medical Journal)
Hér má sjá margar fræðigreinar sem birst hafa í Læknablaðinu og hægt er að fletta upp greinum í gömlum tölublöðum. Handhægur vefur og einfaldur í notkun.

Netútgáfan
Safn texta án höfundarréttar, fyrst og fremst Íslendingasögur, þjóðsögur, fornsögur og einnig Biblían.

Tímarit.is
Þetta er stafrænt safn sem veitir aðgang að milljónum myndaðra blaðsíðna á stafrænu formi af þeim prentaða menningararfi sem varðveittur er í blöðum og tímaritum frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi. Aðgangur er öllum opinn og stuðst er við nýjustu tækni í geymslu og miðlun upplýsinga. Markmiðið er að bæta aðgang að prentuðum blöðum og tímaritum og bjóða upp á nýjar rannsóknaraðferðir. Blöðin og tímaritin hafa að geyma, auk almenns fréttaefnis og auglýsinga, mikið efni á sviði bókmennta, sagnfræði, ættfræði, þjóðlífs, menningar, atvinnuvega og viðskipta. Notendur geta leitað að efni á ýmsan hátt, svo sem eftir löndum og titlum, eða að völdu orði í öllum texta ritanna. Þeir geta einnig blaðað í gegnum efnið og prentað út valdar blaðsíður. Jafnt og þétt bætast við safnið fleiri titlar.

Vísindavefurinn
Spurningar og svör um hvaðeina.

Síðast uppfært 30. nóvember 2022