Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Lestrarsalur, net og leitartölvur

Lestrarsalur, net og leitartölvur

Við höldum áfram að kynna ýmsar deildir og þjónustu sem boðið er upp á hér á Amtsbókasafninu. Í dag kíkjum við á lestrarsalinn, netþjónustu og leitartölvur.
Lesa fréttina Lestrarsalur, net og leitartölvur
Ýtið á myndina til að stækka hana og sjá betur ... en þetta má samt ekki vera of auðvelt! Þess vegna…

Föstudagsþraut : sex vitleysur!

Föstudagurinn stutti ... ? Jafnlangi? Það er alla vega tími fyrir föstudagsþrautina vinsælu og lesendur vefsíðunnar geta tekið gleði sína á ný! Þar sem engin þraut var sett fram á föstudeginum langa, þá höfum við hina klassísku þraut „Finndu 5 vitleysur“ aðeins erfiðari ... þið eigið að finna SEX vitleysur! Vá!
Lesa fréttina Föstudagsþraut : sex vitleysur!
Sumardagurinn fyrsti - LOKAÐ - Gleðilegt sumar!

Sumardagurinn fyrsti - LOKAÐ - Gleðilegt sumar!

Í tilefni sumardagsins fyrsta, er LOKAÐ hjá okkur á morgun, fimmtudag! Njótið dagsins og gleðilegt sumar!
Lesa fréttina Sumardagurinn fyrsti - LOKAÐ - Gleðilegt sumar!
Plokk plokk plokk og aftur plokk ...

Plokk plokk plokk og aftur plokk ...

Stóri plokkdagurinn verður haldinn næsta sunnudag, 24. apríl, og þá eru Akureyringar og landsmenn allir hvattir til að tína (plokka) rusl.
Lesa fréttina Plokk plokk plokk og aftur plokk ...
Það væsir ekki um ungmennin í deildinni ... Hogwarts fylgist með.

Ungmennadeild

Ungmennadeild Amtsbókasafnsins er á 1. hæð safnsins, við hliðina á Fantasíu- og teiknimyndasögudeild. Amtsbókasafnið leggur áherslu á að hafa gott og fjölbreytt úrval ungmennabóka á bæði íslensku og ensku. Í deildinni er lítið þemaborð þar sem reglulega eru fengnar að láni bækur úr öðrum safndeildum. Þar er einnig að finna hugmyndabanka og eru ungmenni hvött til þess að setja í kassann tillögur um viðburði og bækur sem þau vilja að safnið eignist.
Lesa fréttina Ungmennadeild
Gleðilega páska! Sjáumst hress og kát þriðjudaginn 19. apríl!

Afgreiðslutími um páskana!

Páskarnir með allri sinni gleði eru á næsta leiti. Börn á öllum aldri gleypa í sig mishollt súkkulaðið í formi eggja. Við þurfum líka að sinna lestrar-, spila- og áhorfsþörfum okkar og minnum á að safnið lokar klukkan 19:00 í dag og opnar ekki aftur fyrr en þriðjudaginn 19. apríl nk.
Lesa fréttina Afgreiðslutími um páskana!
Kökuform!!

Kökuform!!

Kökuformin okkar verða vinsælli með hverjum deginum. Lánstíminn er 30 dagar og við biðjum fólk auðvitað um að þrífa formin áður en þeim er skilað. Undir flipanum "Til útláns" má sjá 'Kökuform' og þar eru myndir af öllum formunum sem við eigum.
Lesa fréttina Kökuform!!
Titlarnir eru hér í stafrófsröð. Ýttu á myndina og hún stækkar. Í hvaða röð komu bækurnar út???

Föstudagsþraut : rétt útgáfuröð!

Fössarinn er langt kominn og stuðið fyrir helginni mikið. Hér höfum við tíu bækur og þrautin er einföld: það á að raða þeim í rétta útgáfuröð.
Lesa fréttina Föstudagsþraut : rétt útgáfuröð!
Spil / borðspil

Spil / borðspil

Við höldum áfram að kynna fyrir ykkur hina fjölbreyttu starfsemi Amtsbókasafnsins. Á safninu eru um 200 borðspil til útláns en þau er að finna á 1. hæð safnsins. Boðið er upp á fjölbreytt úrval borðspila fyrir alla aldurshópa en sérstök áhersla er lögð á fjölskyldu- og barnaspil, Amtsbókasafnið vill með því efla framboð á ókeypis afþreyingu fyrir fjölskyldufólk.
Lesa fréttina Spil / borðspil
Er ekki við hæfi að slá á létta strengi á þessum degi?

Föstudagsþraut : nafnarugl

Föstudagur til fjár. Þá er spurningin hvort þið viljið koma hingað á safnið í dag kl. 15:00 og hlusta á Guðrúnu frá Lundi lesa upp úr verkum sínum eða leysa þrautina sem er svo ofboðslega einföld.
Lesa fréttina Föstudagsþraut : nafnarugl