Útlánareglur

Skírteini

  • Til að fá lánuð gögn á safninu er nauðsynlegt að eiga bókasafnsskírteini. Gögn safnsins eru ekki lánuð út án framvísun skírteinis.

Öll geta fengið bókasafnsskírteini. Þangað til börn hafa náð sextán ára aldri þarf annað foreldri, eða forráðamaður, að ábyrgjast skírteini barns síns. Í þeim tilvikum þarf að fylla út ákveðið umsóknareyðublað. Þegar einstaklingar eldri en sextán ára fá skírteini er ekki nauðsynlegt að fylla út eyðublað.

Fyrsta skírteini sem einstaklingur fær er ókeypis. Ef skírteini hins vegar glatast kostar 1.800 kr. að fá nýtt. Lánþegar sem ekki eiga lögheimili í Akureyrarkaupstað þurfa að borga 2.600 kr. árgjald.

Heimilt er að framlengja útlán í gegnum síma og á staðnum án þess að bók fylgi með, en allra þægilegast er þó að gera það í gegnum leitir.is.

Lykilorð

Lánþegar velja sér lykilorð með skírteinum sínum. Lykilorðið er notað í sjálfsafgreiðsluvélunum og til að komast á „mínar síður“ á leitir.is. Þar er hægt að endurnýja safnefni, ef ekki liggur fyrir pöntun á því, skoða útlánasögu og panta efni sem er í útláni.

Útlán og skil

Bækur, hljóðbækur, geisladiskar, margmiðlunardiskar og tímarit eru yfirleitt lánuð í 30 daga en nýjar bækur eru stundum lánaðar í 14 daga (það efni er auðkennt með miða á kápu). Allir mynddiskar eru lánaðir í 7 daga.

Almenningstölvur:

Hægt er að fá aðgang að tölvum gegn framvísun bókasafnsskírteinis. Þau sem ekki eru með skírteini geta keypt hálftíma aðgang á 350 kr. eða klukkustund á 600 kr.

Öll sem koma með sínar eigin tölvur eða snjalltæki fá aðgang að þráðlausu neti, endurgjaldslaust.

Sektir:

Gögn safnsins skulu innheimt þegar lánstími þeirra hefur runnið út.

Sekt reiknast á vanskil bóka, hljóðbóka og tímarita samkvæmt gjaldskrá.

Ef safnefni er ekki skilað þrátt fyrir ítrekaðar innheimtutilraunir skal viðskiptavinur sem í vanskilum er útvega bókasafninu eintak sem samsvarar því eintaki sem glatað er.

Allra ábyrgð og hagur

Það er allra hagur að vel sé farið með safnefnið. Glatist eða skemmist safnefni í vörslu lánþega er það á hans ábyrgð og þarf hann að greiða andvirði þess. Forráðamenn bera ábyrgð á því efni sem börn fá að láni.

Amtsbókasafnið á Akureyri er almenningsbókasafn og öllum opið. Verið velkomin á safnið!

 

 

Síðast uppfært 07. desember 2021