Hauststarfið hefst – Sögustund og handavinnuklúbburinn Hnotan

Hauststarfið er nú að hefjast á Amtsbókasafninu og í dag vakna tveir viðburðir úr dvala. Nýi barnabókavörðurinn okkar, Eydís, stýrir fyrstu sögustund haustsins og Svala, handavinnusérfræðingurinn okkar, tekur á móti prjónurum, heklurum og hvers kyns handavinnuáhugafólki á fyrsta hittingi handavinnuklúbbsins Hnotunnar þetta haustið. Báðir viðburðirnir hefjast klukkan 16:30. Sögustundin verður í barnadeild Amtsbókasafnsins og handavinnuklúbburinn hittist á Orðakaffi.

Öll velkomin!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan