Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Zine-smiðja á bókasafninu!

Zine-smiðja á bókasafninu!

Komdu og gerðu bókverk: Zine-smiðja á bókasafninu! Þann 5.ágúst verður zine smiðja á Amtsbókasafninu kl. 16:30. Á staðnum verða gömul tímarit, bækur, pappír, pennar, skæri, lím og allt tilheyrandi til þess að skapa lifandi og spennandi bókverk. Öllum þátttakendum býðst að gefa Amtsbókasafninu sitt zine og verða þau þá skráð á safninu og til útláns fyrir áhugasama. Þetta er frábært tækifæri til þess að taka þátt í starfi bókasafnsins með beinum hætti ásamt því að það er alltaf gaman að hittast og skapa.
Lesa fréttina Zine-smiðja á bókasafninu!
Amtsbókasafnið á Akureyri: Barnabókavörður

Amtsbókasafnið á Akureyri: Barnabókavörður

Akureyri - Hlutastarf Umsóknarfrestur: 18.07.2021 Amtsbókasafnið á Akureyri óskar að ráða barnabókavörð í 75% starf frá og með 1. ágúst 2021. Helstu verkefni eru: Þjónusta við börn og ungt fólk, s.s með sögustundum, sumarlestri og öðrum viðburðum. Samstarf við leik- og grunnskóla á Akureyri og aðra þá sem starfa með börnum og ungmennum. Samstarf við aðrar stofnanir og fyrirtæki að lestrarhvetjandi verkefnum.
Lesa fréttina Amtsbókasafnið á Akureyri: Barnabókavörður
Ljósmynd frá Ljósmyndasafni Ísafjarðar.

Sýning og erindi: Heimsókn Grænlendinga til Ísafjarðar árið 1925

Föstudaginn 4. júní 2021 kl. 16:00 verður opnuð ljósmyndasýningin Óvænt heimsókn. Grænlendingar á Ísafirði árið 1925. Í tilefni opnunar mun Sumarliði R. Ísleifsson, doktor í sagnfræði og lektor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands flytja erindi um heimsóknina.
Lesa fréttina Sýning og erindi: Heimsókn Grænlendinga til Ísafjarðar árið 1925
Lestur og smíðar! Skemmtileg blanda!

Námskeiðið Sumarlestur 2021

Nú stendur yfir skráning á lestrarhvetjandi og skapandi námskeið fyrir börn í 3.-4. bekk. Smellið á frétt til þess að lesa nánar.
Lesa fréttina Námskeiðið Sumarlestur 2021
Bókaskraut sem starfsmenn gerðu í kringum Evrópumótið í knattspyrnu karla árið 2016.

Hæ hó jibbí jei og jibbí jei - Amtsbókasafnið lokað 17. júní!

Kæru safngestir og unnendur Amtsbókasafnsins. GLEÐILEGAN ÞJÓÐHÁTÍÐARDAG! Á morgun, fimmtudaginn 17. júní, verður Amtsbókasafnið á Akureyri lokað. Við fögnum því öll en svo sjáumst við hress, fersk og kát kl. 8:15-19:00 föstudaginn 18. júní. Starfsfólk Amtsbókasafnsins á Akureyri
Lesa fréttina Hæ hó jibbí jei og jibbí jei - Amtsbókasafnið lokað 17. júní!
Mörgum þykir kaffið bragðast betur í fallegum múmínbolla.

Sumarkannan 2021

Nýji Múmín sumarbollinn er nú til sölu hér á Amtsbókasafninu. Múmín fjölskyldan saman í sumarfríi á frönsku rivieríunni. Gerist ekki mikið sumarlegra!
Lesa fréttina Sumarkannan 2021
Lumar þú á nokkrum auka plöntum heima? Mættu endilega með þær í plöntuskipti á fimmtudaginn!

Plöntuskipti

Plöntuskipti fara fram fyrir utan Amtsbókasafnið fimmtudaginn 27. maí kl. 17:00. Smelltu á frétt fyrir frekari upplýsingar.
Lesa fréttina Plöntuskipti
Sumarlestur ungmenna

Sumarlestur ungmenna

Allir á aldrinum 13-18 ára geta tekið þétt í sumarlestri ungmenna sem stendur yfir frá 25. maí- 25. ágúst. Þann 27. ágúst verður svo dreginn út heppinn þátttakandi sem fær 10.000 króna gjafabréf í Pennanum Eymundsson.
Lesa fréttina Sumarlestur ungmenna
Verið velkomin á heimspekiþing.

Heimspekiþing á Amtsbókasafninu

Heimspekiþing fer fram á Amtsbókasafninu á Akureyri laugardaginn 29. maí 2021 kl. 14-16.
Lesa fréttina Heimspekiþing á Amtsbókasafninu
Verið hjartanlega velkomin á Amtsbókasafnið í sumar.

Afgreiðslutími sumarið 2021

Nú hefur tekið við sumarafgreiðslutími á Amtsbókasafninu. Safnið er nú opið virka daga kl. 8.15-19 (sjálfsafgreiðsla til kl. 10), en lokað laugardaga og sunnudaga. Verið hjartanlega velkomin.
Lesa fréttina Afgreiðslutími sumarið 2021
Hvernig væri að grípa með sér lautarkörfu frá Amtsbókasafninu í næsta göngutúr!

Útlán á lautarkörfum

Í fyrra fór Amtsbókasafnið af stað með þá nýjung að hefja útlán á lautarkörfum. Við endurtökum leikinn í ár og hvetjum fólk til að grípa með sér körfu í næsta göngutúr, bíltúr, fjöruferð eða bara í skrepp út á svalir.
Lesa fréttina Útlán á lautarkörfum