Leynist Harry Potter sérfræðingur á þínu heimili?

Við hvetjum alla þá sem lesið hafa bækurnar eða jafnvel bara horft á myndirnar til þess að taka þátt í spurningakeppni um Harry Potter og félaga. 

Smelltu hér til þess að taka þátt. Spurningarnar eru að þessu sinni aðallega upp úr fyrstu bókinni sem heitir Harry Potter og viskusteinninn. En hver veit nema það komi spurningar upp úr fleiri bókum úr seríunni síðar. 

Góða skemmtun!


Fleiri hugmyndir að afþreyingu: 

  • Skoða alla þá afþreyingu sem söfn hafa upp á bjóða á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #safniðísófann
  • Horfa á sögustund á netinu. Sögustundin hentar vel börnum í leikskóla og á yngsta stigi grunnskóla.
  • Taka þátt sóttkvíar-bingó Amtsbókasafnsins.
  • Skoða sýninguna Stefnumót við Akureyri á netinu.
  • Taka þátt í ljósmyndaáskorun Amtsbókasafnsins. 
  • Fara út í göngutúr og kíkja á bangsana í gluggum Amtsbókasafnsins og víðar.
  • Hvetja ungt fólk til þess að skrifa rafræn bókameðmæli.
  • Horfa á upptöku af ljóði vikunnar á samfélagsmiðlum. Nýtt ljóð verður lesið upp á hverjum þriðjudegi á meðan samkomubanni stendur.
  • Taka þátt í lestraráskoruninni Tími til að lesa og slá heimsmet í lestri.
  • Kynna sér hina ýmsu bókaklúbba sem finna má á netinu.
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan