Vinsælir bókaklúbbar á stafrænni öld

„Í heimi Netflix hámhorfs og símagláps, þá er orðið eftirsóknarvert að handleika alvöru bók.“ - Forb…
„Í heimi Netflix hámhorfs og símagláps, þá er orðið eftirsóknarvert að handleika alvöru bók.“ - Forbes

Bókaklúbbar hafa verið stundaðir í mörg hundruð ár en nú árið 2019, á hinni stafrænu öld, munu þeir blómstra - samkvæmt alþjóðlega fjölmiðlinum Forbes

Flestir sem hafa gaman að lestri og spjalli um bækur ættu að geta fundið bókaklúbb á netinu fyrir sig.
Hér eru nokkrir: 

1. #26bækur
Hópur á facebook á vegum Amtsbókasafnsins á Akureyri, fyrir alla þá sem vilja taka þátt í bókaáskoruninni #26bækur eða #52bækur. Öllum er frjálst að gera áskorunina að sinni með því að lesa jafnvel fleiri bækur eða með því að sleppa úr atriðum og e.t.v. bæta öðrum við í staðinn. Aðalatriðið er að lesa! Í hópnum geta meðlimir deilt með hver öðrum hvaða bækur þeir eru að lesa, veitt hvatningu og fengið innblástur. 

2. Bókagull
Hópur á facebook þar sem meðlimir geta spjallað um bækur sem þeir hafa lesið eða langar að lesa. 

3.Our Shared Shelf
Bókaklúbbur stofnaður af sjálfri Emmu Watson. Bæði er hægt að fylgja klúbbnum á Instagram og á Good Reads. Emma og hennar lið velja reglulega bækur sem taka á ýmsum baráttumálum eins og jafnréttismálum og baráttu gegn kynþáttafordómum. Hópurinn ef afar vinsæll og í dag eru um það bil 100.000 þús. meðlimir innanborðs.  Svo vitum við öll að það hefði orðið úti um Harry Potter ef Emma Wat... við meinum Hermione Granger hefði ekki lesið!

4. Between Two Books
Söngkonan Florence Welch úr hljómsveitinni Florence and the Machine heldur utan um bókaklúbbinn Between Two Books. Florence spjallar um bók mánaðarins við aðra hópmeðlimi og skipuleggur jafnvel bóka"hittinga" úti í bæ (í Lundúnum). 

5. Andrew Luck Book Club
Ruðningsmaður á daginn en bókaunnandi á næturnar. Leikmaður í amerísku NFL deildinni hefur gert það að persónulegu markmiði sínu að hvetja aðdáendur sína til lesturs. Bókaklúbburinn er fyrir fólk á öllum aldri, en skiptist þó í tvennt: nýliða og lengra komna. Bókaklúbbinn má finna hér

6. Book Baristas
Natasha Minoso heldur utan um bókaklúbbinn Book Baristas. Hópur fyrir þá sem hafa gaman að yngri fullorðinsbókum, ungmennabókum og spennusögum. 

7. Reese's Book Club
Leikkonan Reese Witherspoon heldur úti bókaklúbbi á Instagram og facebook. Þar er gefst meðlimum tækifæri á spjalla um valdar bækur og jafnvel að spyrja höfundana sjálfa út í bækur sínar. 

8. Oprah's Book Club 2.0
Oprah Winfrey þættirnir eru ekki lengur í framleiðslu, en bókaklúbbur kenndur við sjálfa drottningu spjallaþátta gengur enn á Goodreads. Þar er einnig hægt að skoða yfirlit yfir allar bækur sem valdar hafa verið og umræður tengdar þeim. 

9. The New Adult Book Club 
Ört vaxandi samfélag lesenda á Goodreads sem njóta þess að lesa ungar fullorðinsbækur.

10. Lily Lit Club
Bókaklúbbur á vegum The Washington Post. Einungis eru valdar bækur eftir konur. Má þar nefna höfunda eins og Sylvíu Plath og Simone De Beauvoir. Hægt er að fylgja bókaklúbbnum á Instagram.

11. Belletrist
Leikkonurnar Emma Roberts og Karah Preiss halda utan um bókaklúbb á Instagram. Í lýsingu segir: „Uppgötvaðu, lestu og njóttu - ný bók mánaðarlega." 

12. The History Book Club
Áhugafólk um sögu og sagnfræði ætti ekki að láta hópinn The History Book Club á Goodreads framhjá sér fara. Um er að ræða einn af stærstu bókaklúbbum sem internetið hefur upp á bjóða, með áhugasömum lesendum frá öllum heimshornum innanborðs. 

Manst þú eftir fleiri áhugaverðum bókaklúbbum á netinu? 

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan