Vika 17

Vika 17 er alþjóðlega vika Heimsmarkmiðanna á bókasöfnum. Verkefnið á rætur sínar að rekja til Danmerkur en í ár verður vikan í fyrsta sinn haldin á Íslandi á Amtsbókasafninu á Akureyri. Í tilefni vikunnar verða ýmsir viðburðir tengdir Heimsmarkmiðunum á dagskrá safnsins.

 

Mánudaginn 22. apríl verða viðburðurinn Sáðu fræi, þar sem þátttakendur sá fræum úr fræsafni Amtsbókasafnsins og taka afraksturinn með sér heim, og Plöntuskipti þar sem fólk getur skiptst á plöntum og græðlingum. Viðburðirnir tengast markmiðum 11, um sjálfbærar borgir og samfélög, og 13, um aðgerðir í loftslagsmálum.

 

Fimmtudaginn 25. apríl verður Alþjóða eldhúsið opið á Amtsbókasafninu. Þar kynna Akureyringar af ólíkum uppruna matarmenningu sína og bjóða gestum og gangandi smakk af ýmsum þjóðarréttum. Viðbururinn tengist markmiði 10, um aukinn jöfnuð og þátttöku óháð bakrgrunni. Viðburðurinn er styrktur af Norðurorku, Papco og Akureyrarbæ.

 

Föstudaginn 26. apríl verður skartgripasmiðja fyrir 10-18 ára þar sem eingöngu er unnið með endurnýtt efni. Viðburðinn tengist markmiðum 11, um sjálfbærar borgir og samfélög, og 13, um aðgerðir í loftslagsmálum. Viðburðurinn er styrktur af Barnamenningarjsóði Akureyrarbæjar.

 

Laugardaginn 27. apríl fer fram bývaxpappírssmiðja fyrir 10-18 ára. Gundega Skela kennir hvernig eigi að búa til umhverfisvænar býflugnavaxumbúðir sem hægt er að nota í stað plastfimlu. Viðburðurinn tengist markmiðum 11, um sjálfbærar borgir og samfélög, og 13, um aðgerðir í loftslagsmálum. Viðburðurinn er styrktur af Barnamenningarjsóði Akureyrarbæjar.

 

Alla vikuna, frá mánudeginum 22. apríl til og með mánudeginum 29. apríl, fer fram Plokk Bingó þar sem þátttakendur eru hvattir til þess að plokka rusl. Hægt verður að nálgast bingóspjöld á Amtsbókasafninu, þau sem tína rusl úr öllum flokkum geta skilað inn spjaldinu og lenda í potti þar sem heppinn plokkari fær verðlaun og titilinn Plokkari Akureyrar 2024! Plokkbingóið tengist markmiði 13 um aðgerðir í loftslagsmálum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan