Verðlaunamyndir á Amtinu!

Kæru áhorfsþyrstu safngestir! Eins og þið vitið þá komu nokkrir mynddiskar til okkar um daginn og nokkrar af þeim hafa nú þegar fengið alls konar viðurkenningar.

Nú fyrir stuttu voru BAFTA verðlaunin afhent í Bretlandi og þar bar stórmyndin Oppenheimer sigur úr býtum. Valin besta myndin, besti leikstjórinn, besti leikarinn, besta tónlistin o.fl. Þess má líka geta að þessar kvikmyndir sem sjást á myndinni eru allar tilnefndar til Óskarsverðlaunanna þetta árið en þau eru afhent 10. mars nk.

Rúmlega tvö þúsund kvikmyndir eru til hjá okkur og þarna má finna efni við allra hæfi, bæði á 1. hæðinni og líka barnadeildinni. Annars finnst okkur gaman að geta þess að á þessu ári hafa um 250 titlar farið í útlán hjá okkur, sumir oftar en einu sinni eða tvisvar og enn rúmlega tíu mánuðir eftir af árinu.

Mynddiskadeildin er líka að þjappa sér saman og vonandi er skipulagið ykkur að skapi. Ef þið hafið einhverjar athugasemdir, þá endilega sendið okkur skilaboð.

Sjáumst í mynddiskadeildinni!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan