Vatnslitir með Jitku

Vatnslitir með Jitku á Amtsbókasafninu

Sunnudaginn 4. júní 10:00-13:00

 

Á viðburðinum lærir þú grunntækni í vatnslitun og færð aðstoð við að gera þitt eigið málverk, þemað er blóm og tré og allt sem þeim tengist.

Það skiptir ekki máli hvort þú ert byrjandi eða lengra komin, Jitka verður á staðnum allan tímann til að leiðbeina og hjálpa.

Það verða vatnslitir og blöð á staðnum, en fólk má endilega koma með sínar eigin vörur ef það vill. Málum saman og slökum á!

Viðburðurinn fer aðallega fram á ensku og er fyrir 15 ára og eldri.
Takmarkað sætaframboð - skráning er nauðsynleg!

https://forms.gle/MGqt9Ku1QPHWKrsh7

 

Viðburðurinn er hluti af verkefninu Vettvangur samsköpunar og er styrkt af bókasafnasjóði og byggðarannsóknasjóði.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan