Uppsetning fræsafns

Kæru safngestir. Við erum að setja upp fræsafn á Amtsbókasafninu!

Við viljum vera vettvangur fyrir fræskipti og þess vegna erum við að óska eftir því að fá fræ gefins (matjurtir, sumarblóm, fjölærar plöntur).

Ef þið eruð með fræ sem þið ætlið ekki að nota eða eigið mikið af, komið endilega með þau til okkar í afgreiðsluna. Vinsamlegast merkið fræin með heiti á íslensku, latínu eða ensku.

Þegar fræsafnið verður tilbúið, geta allir fengið ókeypis fræ og prófað sig áfram í ræktun!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan