Þægindi og útsýni

Bókasöfn eru meira en staður til að geyma og bjóða upp á bækur. Við viljum endilega að öllum líði sem best hérna hjá okkur, því þetta er safnið ykkar.

Síðustu árin hefur hillum örlítið fækkað og hægindastólar og þægilegri stólar verið settir fram. Hægt er að nota nuddtæki á staðnum og svo er þetta yndislega útsýni frá 2. hæðinni ekkert slor.

Það er afskaplega notalegt að setjast niður, fá sér kaffi og slappa af, lesa kannski smá eða spila spil ... okkur þykir gaman að sjá ykkur nota safnið eins og þið viljið.

Sjáumst í þægindunum á Amtinu!

Mynd af þremur stólum og stórum glugga í bakgrunni

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan