Takk fyrir þolinmæðina!

Kæru safngestir! Við gerum okkur grein fyrir því að aðgengið að safninu er ekki eins og það á að vera, en þetta er allt á góðri leið. Takk fyrir sýnda þolinmæði! Upphafleg áætlun (sjá nýlega frétt hjá okkur) var að þetta yrði út maí-mánuð.

Við þökkum líka fyrir þolinmæðina gagnvart skertri þjónustu okkar síðasta föstudag, í gær og í dag. Myndin sem fylgir fréttinni er gerð með það ástand í huga en á morgun kemur námshópurinn til vinnu. Sjö systur er náttúrlega vinsæl bók/sería hjá okkur en hún táknar námshópinn sem skrapp til Barcelona til að fræðast um bókasöfn. „Systurnar“ sjö eru auðvitað Aija, Dagný, Dóra, Eydís, Guðrún, Hrönn og Sigrún. Three Amigos er klassísk gamanmynd sem táknar auðvitað Dodda, Hólmkel og Sigga! (Hörður er í fríi og það reyndi ekki á Reyni fyrr en í lok dagsins í dag...). Kona fer í stríð ... frábær íslensk mynd og gæti verið Þura?

Ef þetta er of langsótt, þá er hér mynd af tveimur nýjum mynddiskum hjá okkur en báðar voru þær tilnefndar til verðlaunanna People Choice Awards þetta árið:

Mynd af 2 mynddiskum í hillu (í hulstrum)

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan