Sumarlestur 2023 : Læsi í víðum skilningi

Námskeiðið er fyrir krakka fædda 2013 og 2014. Undirstaða námskeiðsins er lestur í víðum skilningi. Við byrjum alla daga á yndislestri. Síðan munum við bralla ýmislegt eins og að heimsækja Listasafnið og Minjasafnið, heimsækja matjurtagarðana og gróðursetja og fá fræðslu um sjálfbærni.

Námskeiðstímabilin eru þrjú, fjórir dagar hvert námskeið:
• 6 - 9. júní (þriðjudagur til föstudags)
• 12 - 15. júní (mánudagur til fimmtudags)
• 19 - 22. júní (mánudagur til fimmtudags)
Fjöldatakmarkanir eru á hvert námskeið.

Gott að vita:
Námskeiðin eru frá klukkan 9-12.
Mæting á Amtsbókasafnið alla dagana. Sækja þarf á Minjasafnið á miðvikudegi.
Námskeiðsgjald er 4000 kr.
Krakkarnir þurfa að koma með smá nesti alla daga og koma klædd eftir veðri.
Munum fara í strætó einn daginn.

Upplýsingar sem þurfa að koma fram í skráningu:
• Nafn barns og forráðamanna.
• Eftir hvaða tímabili er óskað.
• Skóli og aldur.
• Netföng og símanúmer forráðamanna. (heimasími, gsm og vinnusímar).
• Aðrar upplýsingar um barnið sem þurfa að koma fram (til dæmis ofnæmi, greiningar eða annað).
Skráning á netfangið eydisk@amtsbok.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan