Kæru safngestir! Við vitum öll að besta veðrið er alltaf á Akureyri ... og þá vill fólk oft taka fram hjólin sín. Hjólastanda má finna á stéttinni fyrir utan aðalinnganginn (örfáum skrefum frá frísskápnum).
Við mælum auðvitað með því að fólk noti þessa fararskjóta eða þessa tvo jafnfljótu sem flest okkar erum heppin að hafa, en ef þið af einhverjum ástæðum komist ekki til í okkar í besta veðrinu ... þá er Penninn Eymundsson með skilaskúffu fyrir bækur frá okkur. Þar er opið lengur og ykkur frjálst að nota þessa þjónustu.
Svo höfum við heilan helling af alls kyns göngu- og hjólabókum, heilsueflingarbækur og fleira til að láta okkur líða vel, andlega og líkamlega.
Sjáumst hress og hraust á Amtinu!