Skylduskil

Góðu safngestir! Við viljum minna ykkur á að Amtsbókasafnið á Akureyri er svokallað skylduskilasafn, sem þýðir að það á að varðveita eitt eintak af öllu prentuðu efni hér á Íslandi.

Að gefnu tilefni viljum við benda á að efni sem merkt er „Amtsbókasafnið á Akureyri(les)“ í tölvukerfi safnsins Ölmu er ekki til útláns. Þetta efni er eingöngu til notkunar hér á safninu. Þetta á líka við þegar önnur söfn á landinu óska eftir „Amtsbókasafnið á Akureyri(les)“-efni frá okkur í millisafnalánum.

Skylduskilin eru ekki lánuð út. Viðskiptavinir geta þó fengið afnot af skylduskilum innanhúss, gegn framvísun bókasafnsskírteinis eða með því að fylla út þar til gerðan miða sem finna má í afgreiðslu.

Mynd af bókum í hillu

Nánar um skylduskil:

Amtsbókasafnið nýtur þeirrar sérstöðu að hafa yfir að ráða skylduskilum. Samkvæmtlögum (nr. 20/2002) sem tóku gildi 1. janúar 2003, er safnið annað af tveimur skylduskilasöfnum hér á landi. Safnið hefur þá skyldu að varðveita eitt eintak af skilaskyldu efni sem best, tryggja öryggi þess og viðhald.

Efni sem flokkast undir skylduskil er því ekki lánað út en eingöngu lánað á lestrarsal. Afgreiðsla þess fer fram í afgreiðslunni á 1. hæð.

Skylduskil eru verk sem gefin eru út eða birt hér á landi. Þar með teljast verk sem framleidd eru erlendis ef þau eru sérstaklega ætluð til dreifingar á Íslandi.

Undir skylduskil flokkast meðal annars bækur, barnabækur, kennslubækur, hljóðbækur, tímarit, árbækur, ársskýrslur, fréttabréf, sjónvarpsdagskrár, glanstímarit, dagblöð, héraðsblöð, kosningablöð, skólablöð, myndablöð og hverfablöð.

Skýrslur, landakort, veggspjöld og smáprent, t.d. bæklingar, auglýsingar, verðlistar, leikskrár, sýningarskrár, tónleikaskrár, póstkort, jólakort og spil.

Til er kynningarrit um lög um skylduskil á vegum Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns og geta áhugasamir fengið að skoða það rit í upplýsingaþjónustunni.

Safninu berst á ári hverju mikið magn af skylduskilum. Á bilinu 70-100 kassar á ári. Þessi skylduskil dreifast um geymslur safnsins og fer töluverður hluti þeirra í geymslu í kjallara safnsins.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan