Skiptimarkaður: frístundabúnaður barna

Í tilefni af Plastlausum september ætlum við á Amtsbókasafninu á Akureyri að blása til allskonar skemmtilegra viðburða. Meðal annars ætlum við að hafa mánaðarlega skiptimarkaði með mismunandi þema í hvert skipti í vetur.

Septembermarkaðurinn verður haldinn 14. september og stendur fram á laugardag 16. september. Í tilefni byrjun nýs skólaárs verður hann helgaður frístundum og íþróttum barna. Blessuð börnin vaxa svo hratt sem þýðir að oft leynast of litlar stuttbuxur, fimleikabolir, skautar, sundhettur o.fl. óhreyft í skúffum heimilanna. Eins manns „óþarfi“ getur verið mikill fjársjóður fyrir aðra!

Því óskum við eftir hverskonar fatnaði eða búnaði sem börn nota í frístundar- og íþróttastarf. Dæmi um hluti sem hægt er að koma með:
-Sundgleraugu
-Fimleikaföt
-Fatnaður eða annað merkt félögunum
-Fótboltaskór
-Innanhússkór
-Stuttbuxur
-Sundföt
-Skautar
-Ullarföt undir skíðaföt
-Skíðastafir
-Dansfatnaður
-o.s.frv.

Eins má heyra í okkur á dagny.davidsdottir@amtsbok.is, hronnb@amtsbok.is eða í síma 460-1256 (Dagný) ef þið eruð með óskilamuni eða lager af gömlum félagafötum sem þið mynduð hafa áhuga á að setja á skiptimarkaðinn.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan