Síðustu dagar ársins - hvað ertu að lesa?

Kæru safngestir! Vonandi hefur jólahátíðin verið ykkur sem yndislegust hingað til. Amtsbókasafnið er nú opið 8:15-19:00 dagana 27.-29. desember og síðasti dagurinn sem opið er hjá okkur er laugardagurinn 30. desember (frá 11:00-16:00).

Myndin sem fylgir fréttinni er „gömul“, sýnir nokkrar bækur úr „Gamalt og gott“-geymslunni okkar. Bara svona til að minna ykkur á það að eldri bækur eru alveg jafngóðar til lestrar eins og þær nýju. Það er að vísu spurning um gamla og ólíka smekkinn ... :-)

En verið velkomin á Amtsbókasafnið næstu daga ... síðustu daga ársins!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan