Má bjóða þér að sauma

Saumaðu þinn eigin taupoka!
Saumaðu þinn eigin taupoka!

Í samvinnu við Punktinn - Rósenborg og Rauða krossinn þá býðst gestum Amtsbókasafnsins nú að sauma sína eigin taupoka á safninu í sumar. Á Orðakaffi, sem staðsett er á 1. hæð safnsins er að finna saumavél, efni, snið og útbúnað. Upplagt að sauma eitt stykki poka eða tvo, fá sér kaffi og skoða tímarit. Verið hjartanlega velkomin! 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan