Samfélagsgarður

Á sólríka útisvæðinu okkar á bak við hús höfum við komið upp litlum samfélagsgarði. Þar eru ræktaðar ýmsar mat- og kryddjurtir og er öllum frjálst að gæða sér á eða grípa með sér snarl í heimsóknum sínum á bókasafnið.

Börn á sumarlestrarnámskeiði Amtsbókasafnsins sáðu fræjum og gróðursettu forræktaðar plöntur undir handleiðslu Jóhanns Thorarensen garðyrkjumanns sem gaf bókasafninu. Nú þegar er búið að sá fyrir spínati og gróðursetja jarðarberjaplöntur, grænkál og graslauk. Fleiri tegundir munu bætast við á næstu dögum þegar nýjir sumarlestrarhópar fá að gróðursetja.

Ræktað er í afskurði af fráveiturörum sem Norðurorka gaf Amtsbókasafninu en krakkarnir fengu að skreyta rörin þegar þau voru búin að gróðursetja.

Þegar líður á sumarið vonumst við til þess að hér verði kominn blómlegur matjurtagarður sem gestir safnsins geta hugað að í sameiningu og nýtt sér uppskeruna.

 

 

 Ker með plöntum í mold Mynd af fræi í lófa Krakkar í kringum ker með mold að gróðursetja Maður að sýna krökkum gróðusetningu í ker Mynd af keri með mold og fingur að gróðursetja Mynd af keri með nýgróðursettu blómi

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan