Saga Akureyrar gefins

„Taktu Sögu Akureyrar í þínar eigin hendur!“ - Við höfum heyrt þetta frá því í nóvember er Akureyrarbær ákvað að jafna lagerstöðu á bókaflokknum og gefa eintök af 4. og 5. bindi sem saman ná yfir tímabilið 1919-1962.

Jón Hjaltason sagnfræðingur er fyrir löngu þekktur fyrir allar bækurnar sínar um Akureyri. Þessi ritröð er hin glæsilegasta, uppspretta mikils fróðleiks um Akureyri og stíll Jóns gerir lesturinn líka svo afskaplega áhugaverðan. Þú munt hafa gaman af því að læra sögu með því að lesa þennan bókaflokk!

Besta heimildin um höfuðstað Norðurlands, segja margir!

Amtsbókasafnið á Akureyri hefur enn þó nokkur eintök af þessum fjórðu og fimmtu bindum. Safngestum býðst enn að taka sér eintök, sér að kostnaðarlausu ... þetta er á borðinu rétt hjá ljósritunarvélinni.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan