„Safn týndra bókamerkja og lesendurnir sem týndu þeim“ er safn týndra bókamerkja sem hafa verið skilin eftir og/eða fundist hér á bókasafninu í gegnum árin. Á þessari sýningu eru þau flokkuð eftir mismunandi gerðum lesenda. Við erum að tala um 11 flokka: Föndrarinn, Náttúrubarnið, Barnið, Ferðalangurinn, Sá persónulegi, Sá upptekni, Gamla sálin, Séntilmennið, Sá praktíski, Kúrekinn og Textíllistamaðurinn.
Komið endilega og virðið fyrir ykkur einstaklega skemmtilega og fallega sýningu bókamerkja. Ef þú finnur bókamerki sem þú sannarlega átt ... þá máttu taka það þér heim!
Sýningin stendur út maí 2024!
- - - -
"The museum of lost bookmarks and the readers who lost them" is a collection of lost bookmarks that have been left here at the library through the years. In this exhibition they are categorized by different types of readers. We have 11 categories: The craftsperson, The child of nature, The child, The traveller, The personal one, The busy one, The nostalgic one, The fancy one, The practical one, The cowboy and The textile artist.
Please come see the exhibition and if you find a bookmark that surely belongs to you ... you can take it with you!
The exhibition will be active through May 2024!