Rafbókasafnið og Libby

Þetta er heimasíðan rafbokasafnid.is - útlitið er auðvitað mismunandi eftir því hvort um er að ræða …
Þetta er heimasíðan rafbokasafnid.is - útlitið er auðvitað mismunandi eftir því hvort um er að ræða snjalltæki eða heimasíðu. Þarna er hægt að sjá borðann "Hittu Libby". Smellið á þann borða til að fá frekari upplýsingar...

Skiljanlega bregst fólk mismunandi við þegar Covid19 á í hlut. Við á Amtsbókasafninu, eins og áður hefur komið fram, höfum safnið opið eins og venjulega en vissulega eru ákveðnar breytingar óumflýjanlegar. Eitt viljum við endilega benda á en það er hið þrælsniðuga Rafbókasafn. Þar er hægt að skrá sig inn og fá leigðar rafbækur og hljóðbækur, til að lesa í snjalltækinu sínu eða tölvunni. Við viljum auðvitað sjá sem flesta á bókasafninu okkar en miðað við aðstæður þá getur þetta verið mjög sniðug og skemmtileg lausn, sem kostar ekki neitt!

Til að geta lesið rafbækurnar eða hlustað á hljóðbækurnar í snjalltækjum, þá þarf að hala niður smáforriti. Flestir hafa notast við Overdrive en við viljum endilega benda ykkur á Libby. Fyrir mörgum er það einfaldara forrit og er hægt að nálgast leiðbeiningarnar á rafbokasafnid.is. Þar er einnig hlekkur á AppStore eða PlayStore til að hala smáforritinu niður.

- Leiðbeiningar fyrir Libby

 

Þegar búið er að ýta á borðann ("Frekari upplýsingar") þá birtist þessi mynd sem leiðir ykkur
áfram í því að hala niður smáforritinu. Einnig má sjá greinargóðar og skemmtilegar leiðbeiningar
um notkunina með því að ýta á blágræna hnappinn "Try". Þessar leiðbeiningar eru á ensku.

 

Ef þið hafið spurningar, þá getið þið alltaf haft samband við okkur í síma 460-1250 eða sent netpóst á bokasafn@amtsbok.is - við viljum allt fyrir ykkur gera :-)

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan