Nýir mynddiskar á leiðinni!

Fyrir þau ykkar sem eruð með réttu tækin á heimilinu, þá viljum við endilega benda á þessar kvikmyndir sem eru að bætast í safnkostinn okkar!

Þær verða komnar í útlán í kringum helgina en meðal annars má finna myndina sem hlaut flestu Óskarsverðlaunatilnefningarnar þetta árið, Oppenheimer. Við eigum fyrir nokkrar myndir sem eru tilnefndar til sömu verðlauna (t.d. Barbie með átta tilnefningar), en þarna eru að bætast við fleiri tilnefndar myndir: The CreatorPast Lives og Indiana Jones and the Dial of Destiny.

Amtsbókasafnið er nefnilega enn með glæsilegt safn 2300-2400 mynddiska, þar sem finna má eitthvað við allra hæfi. Óskarsverðlaunamyndir, myndir á framandi tungumálum, sjónvarpsseríur, fræðslumyndir o.fl. Og gömlu góðu Stiklurnar ... algjör klassík. 

Komið á safnið og kíkið á úrvalið - þið verðið ekki vonsvikin!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan