Litla búðin okkar

Kæru gjafaleitandi safngestir! Eins og þið vitið þá er þessi yndislega og litla búð okkar staðsett í afgreiðslunni á 1. hæð. Þar má finna margt milli himins og jarðar og hinar fínustu gjafir fyrir konudaginn, sumardaginn fyrsta, afmæli, fermingar, jól ... o.s.frv.

Þið fáið ekki múmínvörurnar á betra verði en hjá okkur og við látum hér fylgja með nýja verðskrá þar sem við vekjum athygli á að múmínglösin hafa lækkað um 300 kr.!!

Við fylgjumst vel með og eigum mögulega von á nýjum múmínvörum til okkar í mars/apríl, nýtt útlit á múmínpabbanum og svo Hemúllinn.

(svo erum við alltaf með örlítið söluborð þar sem hægt er að kaupa vel útlítandi bækur á blöð á 20-100 kr. stk. - það er erfitt að fara tómhent/ur frá okkur :-) )

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan