Könnun - Amtsbókasafnið á Akureyri: hlutverk og gildi

Kæru safngestir! Nú leitum við til ykkar aftur svo við getum gert framtíð bókasafnsins betri.

Þið hafið áður verið svo væn að svara könnunum og tekið vel í þetta hjá okkur. Yfir hundrað svör bárust í síðustu könnun og erum við núna að reyna nýtt form á könnuninni.

Hún snýr líka að öðru efni: tengist að þessu sinni hlutverki og gildum Amtsbókasafnsins, sem áhugasöm geta séð hlekk á neðst á heimasíðunni okkar.

Könnunin verður virk út mánuðinn og við munum auglýsa hana hér á heimasíðunni sem og á samfélagsmiðlunum okkar. Einnig verða prentaðar útgáfur af gegnt anddyrinu á Amtsbókasafninu (vestan megin).

Könnunin - íslenska

Survey - English

Þakka ykkur fyrir fram og áfram Amtsbókasafnið okkar allra. Hér á öllum að líða vel!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan