Kökuformum fjölgar

Kæru bakarar og aðrir safngestir! Við viljum benda ykkur á ótrúlega flott úrval af kökuformum hjá okkur sem hægt er að fá lánuð í 30 daga!

Sérstakur kökuforma-hlekkur er hér en annars er líka ágætt að koma á staðinn og skoða. Það er líka hægt að sjá þetta á amt.leitir.is og svo er líka hægt að hringja í okkur hjálpsama starfsfólkið (við bökum samt ekki fyrir fólk).

Munið bara að skila formunum vel þvegnum og haldið áfram að njóta óhefðbundinna útlána hjá okkur! (ath. að myndin sýnir aðeins örlítið brot af því sem er fáanlegt hjá okkur!)

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan