Íslensku bókmenntaverðlaunin og Blóðdropinn

Kæru lesendur! Í síðustu viku var það gert opinbert hver hlutu íslensku bókmenntaverðlaunin þetta árið sem og Blóðdropann.

Við höfum haft mynd sem birtist reglulega á skjánum okkar á safninu sem sýnir allar tilnefningarnar fyrir bestu barna- og ungmennabækurnar, fræðibækur og rit almenns efnis og skáldverk, sem og íslensku glæpasagnaverðlaunin. Nú hefur henni verið breytt svo þið getið enn séð tilnefningarnar en líka þau sem unnu verðlaunin.

Það þarf örugglega ekki að taka það fram, að allar þessar bækur eru til í safnkostinum okkar og það vill oft verða þannig að þegar bækur hljóta verðlaun og/eða aukna athygli, þá verða þær vinsælli hjá okkur. Við minnum þar af leiðandi á að það er hægt að panta bækur ... og kostar ekki neitt!

Til hamingju, verðlaunahafar!

 

(Frétt RÚV um verðlaunin)

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan