Hrekkjavaka á Amtsbókasafninu

Það verður ýmislegt um að vera á hinu 191 árs gamla bókasafni dagana 31. október-3. nóvember!
Það verður ýmislegt um að vera á hinu 191 árs gamla bókasafni dagana 31. október-3. nóvember!

Búahaha... !!!
Dagarnir 31. október - 3. nóvember verða afar hrollvekjandi á hinu 191 árs gamla Amtsbókasafni. Bókasafnsdraugurinn okkar er nefnilega endurnærður eftir bæði ánægjulega og ógnvekjandi hrekkavökudaga í fyrra og hefur því ákveðið að endurtaka leikinn nú ár. Nú á dögunum fór draugsi okkar aftur á stjá og dró fram allan þann safnkost sem honum þykir hvað óhugnanlegastur. Bækur, kvikmyndir, spil og fleira - allt er þetta mjööög draugalegt!

Ýmislegt hrollvekjandi verður í boði í kringum hrekkjavökuna í ár:

  • Hrekkjavöku-ratleikur 31. október - 3. nóvember. 
  • Hrollvekjandi sögustund fyrir börn 8 ára og eldri, fimmtudaginn 1.nóvember kl. 17:00. Þá mun starfsfólk Amtsbókasafnsins klæða sig upp í hrekkjavökubúninga og hvetur unga safngesti (líka þá sem eru ungir í hjarta) til að gera slíkt hið sama.
  • Kvikmyndin Nosferatu frá árinu 1922 verður sýnd í glugga Amtsbókasafnsins aðfaranótt laugardagsins 1. nóvember, gestum og gangandi til hrollvekjandi ánægju.
  • Slímsmiðja laugardaginn 3. nóvember kl. 13:30-15:00.

Við hlökkum til að sjá þig... ef þú þorir! ;)

 Ath. Birt með fyrirvara um breytingar. 

 

Amtsbókasafnið á Facebook og Instagram

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan