Heimasíðan stórbætt á ensku!!

Örlítið breytt útlit á heimasíðunni vekur vonandi forvitni ykkar en fyrst og fremst hafa þessar breytingar miðað að því að aðgengi fólks af erlendum uppruna að upplýsingum sé betra!

Myndrænt og betra aðgengi að upplýsingum á öðrum tungumálum: Þýddar hafa verið helstu upplýsingar á eftirfarandi tungumálum: þýsku, frönsku, rússnesku, dönsku, sænsku og pólsku. Fánar þessara tungumála, ásamt ensku og íslensku, hafa verið settir á fallegan hátt á bláu stikuna uppi til hægri og þarf einungis að smella þar á til að sjá upplýsingar á þeim tungumálum.

Enskan hefur hins vegar verið stórkostlega bætt og segja má að enska útgáfa af heimasíðunni sé komin í loftið. Þar má finna nær allar þær upplýsingar sem koma fram á íslensku. Þýðingin verður betrumbætt og vissulega er þetta á hálfgerðu byrjunarstigi. En með þessu móti teljum við að fólk sem hefur ekki íslensku sem fyrsta tungumál eigi mun betri möguleika á að kynnast starfinu okkar í gegnum heimasíðuna, sjá viðburði auglýsta á ensku og allar aðrar upplýsingar. Viðburðadagatalið verður þar af leiðandi bæði á ensku og íslensku, sömu viðburðir auglýstir á báðum stöðum ef við teljum þörf á því.

Vonandi á þetta eftir að vekja athygli á heimasíðunni og fá fleira fólk til að koma á safnið ... og nota heimasíðuna. Allar ábendingar eru vel þegnar!

Endilega vekið athygli á þessu stórbætta rafræna aðgengi!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan