Handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna þetta árið ...

Kæru safngestir og bókaunnendur! Í gærkvöldi fór fram verðlaunaafhending Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans fyrir bækur gefnar út árið 2022.

Pedro Gunnlaugur Garcia fékk verðlaunin að þessu sinni í flokki skáldverka fyrir bók sína Lungu. Blóðdropann hlaut Skúli Sigurðsson fyrir bókina Stóri bróðir. Arndís Þórarinsdóttir hlaut verðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka fyrir Kollhnís. Ragnar Stefánsson hlaut svo verðlaun í flokki fræðibóka og rita almenns efnis fyrir bók sína Hvenær kemur sá stóri?

Hér er hlekkur á frétt RÚV um afhendinguna (þaðan er myndin sem fylgir fréttinni hér tekin).

Við óskum öllum verðlaunahöfum til hamingju með verðlaunin og minnum safngesti á að allar þessar bækur er hægt að fá að láni hérna hjá okkur. Það væri kannski ekki vitlaus hugmynd að panta einhverja af þeim ... eða allar? :-)

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan