Gleðilegt nýtt ár!!!

Elsku safngestir! Starfsfólk Amtsbókasafnsins sendir ykkur innilegar óskir um gleðilegt nýtt ár! Við þökkum kærlega fyrir samveruna og samstarfið 2023 og hlökkum mikið til 2024!

Við höfum ekki allar útlána- eða aðsóknartölur á hreinu, munum væntanlega birta þær í einhvers konar formi í byrjun næsta árs, en árið 2023 var viðburðaríkt ár. Kökuformin og borðspilin héldu áfram að „mokast“ út, sumar bækur voru vinsælli en aðrar og meira að segja mynddiskarnir héldu áfram að lánast. Fólk tók aftur mjög vel í lengingu á opnunartíma safnsins í nóvember og desember (á þriðjudögum og fimmtudögum). Þetta mun mögulega vera endurtekið á næsta ári en fylgist endilega með fréttum af okkur í gegnum heimasíðuna, viðburðadagatalið og auðvitað samfélagsmiðlana.

Hafið það yndislegt um áramótin, við hlökkum til að sjá ykkur aftur á næsta ári!

Bless 2023 - vertu velkomið 2024!

Áramótakveðja,
             Starfsfólk Amtsbókasafnsins á Akureyri

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan