Gleðilegt nýtt ár!!

Elsku safngestir! Við þökkum ykkur kærlega fyrir samstarfið og komuna á árinu sem er að líða.

2022 var mis-viðburðaríkt hjá okkur öllum en segja má að nýtt bókasafnskerfi hafi verið ákveðinn hápunktur í starfi okkar þetta árið. Alma (bókasafnskerfið) hóf innreið sína í sumarbyrjun og eðlilega fylgdu einhverjir hnökrar með. Við unnum í þeim og gerum það áfram. Við höfum fulla trú á því að þetta bæti þjónustuna okkar og þökkum ykkur um leið svo rosalega mikið fyrir sýnda þolinmæði. Takk, takk, takk!!!

Auðvitað var fullt að gera á öllum vígstöðvum hjá okkur þetta árið. Nýjar bækur komu inn og lánuðust, ný tímarit, spil, myndir, bökunarform o.fl. Klúbbarnir okkar nutu vinsælda og viðburðirnir í húsnæðinu okkar voru fjölmargir (sýningar, upplestrar, sögustundir ...). Fólk streymdi hingað til að lesa, læra og rannsaka ... og slappa af.

Á árinu hófum við starfsmenn vinnu í nýrri stefnumótun fyrir Amtsbókasafnið, nutum aðstoðar danskra sérfræðinga í byrjun og mun þetta verða kynnt fyrir ykkur fljótlega á nýju ári.

Amtsbókasafnið er lokað á gamlársdag og nýársdag ... en við sjáumst hér hress og kát á nýju ári, næstkomandi mánudag. Opnum þá kl. 8:15 og afgreiðslutíminn er þá orðinn hefðbundinn.

Takk fyrir 2022!! --- Sjáumst hress 2023!!

 - Starfsfólk Amtsbókasafnsins á Akureyri

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan