Frost, kuldi og safnefni

Kæru og heitu safngestir! Á Akureyri getur stundum verið kalt yfir veturinn, þrátt fyrir að besta veðrið sé alltaf hér! En safnefnið okkar er ekki besti vinur kuldans!

Eða öfugt ... því kuldi getur sannarlega farið illa með bækur, tímarit og annað safnefni. Að við tölum nú ekki um ef snjókornin leika við bækurnar ... það er alls ekki gott.

Okkur þætti því vænt um að þið hefðuð þessa punkta í huga yfir veturinn:

- Ekki geyma bækur úti í bíl á meðan þið eruð í vinnu yfir daginn. Hafið þær frekar inni í hlýjunni hjá ykkur.
- Hafið safnefni í einhvers konar poka (bréfa-, striga- ...) á meðan þið farið frá bílnum og inn í safnið ef það er einhvers konar ofanfall (rigning, snjór, slydda...). Jafnvel þótt „þetta var bara rétt úr bílnum hérna fyrir neðan...“, þá er það nóg til að skemma mögulega safnefnið. Þessi punktur gildir reyndar allt árið :-)
- Ef þið eruð ekki á bíl eða notið annað farartæki, reynið þá að búa sem best um safnefnið á leið ykkar hingað.

Þegar safnefninu líður vel og allir sjá vel um það, þá dugar það lengur og lifir hamingjusömu lífi með því að gleðja notendur sína.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan