Framkvæmdir í Brekkugötu!

Kæru safngestir! Á næstu dögum/vikum (sennilega út maí-mánuð) verða heilmiklar framkvæmdir í Brekkugötunni, við bílstæðin og gangstéttina fyrir framan og neðan safnið. Við þurfum því að nálgast safnið okkar á öðruvísi hátt! Eftirfarandi texti er frá umsjónaraðila framkvæmdanna:


Fyrir liggur að halda framkvæmdum áfram í Brekkugötu í ár og er komið að plani og stétt framan við bókasafnið ásamt gatnamótum Oddeyrargötu og Brekkugötu, meðfylgjandi mynd sýnir framkvæmdir á gatnamótunum.

Afsakið lítinn/engan fyrirvara en ef það rætist úr veðri á morgun 15. maí og að við fáum malbik, þá stefnum við á að fræsa og leggja malbik (yfirleggja) bílastæðin framan við bókasafnið, merkt með rauðu á myndinni.

Við reiknum svo með að við byrjum í næstu viku að fjarlægja og breikka gangstétt fyrir framan, merkt með ljósbláu, myndum alltaf vinna það í tveim hlutum og halda þannig öðru planinu opnu á meðan því stendur.

Það væri því kjörið að gera strax ráð fyrir því að geta ekki lagt bifreið þarna í stæðunum út maímánuð. Einnig gætu tröppurnar sem liggja upp að safni verið óaðgengilegar og þá er um að gera að ganga að safninu sunnan megin, þar sem eru þrjú bílastæði og tvö stæði merkt fötluðum. Við skulum virða allar merkingar.

Við sem notum hjólin finnum ekki fyrir neinu, svo er alltaf hollt og gott að ganga fyrir þau sem geta, en við biðjum ykkur afsökunar á ónæðinu sem þessar breytingar gætu haft.

Ef einhverjar spurningar vakna, hafið þá endilega samband, með netpósti bokasafn@amtsbok.is eða í síma 460-1250.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan