Föstudagsþraut : hvaða fimm hlutir eiga ekki að vera þarna?

Ef smellt er á mynd, þá verður hún stærri ... og þá verða vitlausu hlutirnir meira áberandi :-D
Ef smellt er á mynd, þá verður hún stærri ... og þá verða vitlausu hlutirnir meira áberandi :-D

Tíminn líður hratt og enn einn föstudagurinn kominn í gang. Við það tilefni er ágætt að bregða á leik og hér má sjá mynd.

Á myndinni eru fimm hlutir sem eiga alls ekkert að vera þarna. Finndu þessa hluti og þér munu opnast dyr að heimsins mestu auðæfum og ævintýrum! (lesist: með bókasafnskorti og aðgangi að þessu dásamlega safni okkar allra, þá nærðu sambandi við endalaus undur, ævintýri og visku). Eins og áður er vert að benda á að heimsmetið í að finna þessa fimm hluti er 5.6 sekúndur, en handhafinn er Kon Uda Gur frá Íslandi sem verður á sunnudaginn!

Við minnum safngesti á að afgreiðslutími okkar á virkum dögum er 8:15-19:00 (sjálfsafgreiðsla til 10:00) og á laugardögum 11:00-16:00.

Góða helgi!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan