(svar) Föstudagsþraut 2024 nr. 9 - Hrönn og breytingarnar sjö!

(svar) Kæru þrautaelskandi safngestir! Föstudagurinn kominn og hann er einn af sjö dögum vikunnar, sumar fjölskyldur eru sjö manna fjölskyldur og höfuðdyggðirnar eru sjö. Breytingarnar hjá henni Hrönn okkar eru því sjö og hún er fimm sinnum sjö ára!

Við förum því alla leið í sjöunni og skorum á ykkur að finna breytingarnar sjö sem gerðar voru á myndinni. 

Fyrir áhugasama má benda á eftirfarandi staðreyndir um töluna sjö:

- Einn starfsmaður Amtsbókasafnsins er fæddur 7. maí, en 7 x 5 = 35, sem er einmitt aldur Hrannar! (tilviljun?)
- Símanúmer innanlands eru með sjö tölustöfum!
- Njósnarinn frægi var auðvitað þekktur með tölunni 007!
- Sjö er frumtala.
- Heimsálfurnar eru sjö: Afríka, Asía, Evrópa, Eyjaálfa (Ástralía), Norður-Ameríka, Suður-Ameríka og Suðurskautslandið.
- Ein af betri kvikmyndum síðustu áratuga er myndin Se7en.
- „amtsbok“ inniheldur sjö bókstafi.

Munið eftir viðburðadagatalinu okkar og samfélagsmiðlunum. Opið á laugardögum 11-16. Vú hú - góða helgi!!

(pssst: mynd með réttum svörum birtist í fréttinni á mánudaginn!)

Mynd af konu sitjandi við vinnuborð fyrir framan tölvuskjá og hillur í bakgrunni

 

Rétt svar:

Kona situr við borð, með tölvu og skjái fyrir framan sig, bókahillur fyrir aftan

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan